Draumatákn drauma þinna
Sagan á bakvið Draumur.is
Draumatákn drauma þinna
Sagan á bakvið Draumur.is
Þetta byrjaði allt með nokkurra ára vangaveltum, spjalli, innslátt á draumatáknum, hönnun á vef og allskyns draumórum hjá vinkonunum Gyðu Stefaníu Halldórsdóttir og Hjördísi Auðunsdóttir. Varð þetta allt að veruleika þegar vefurinn draumur.is fór fyrst í loftið 12. apríl 2006.
Draumaspekúlantinn Þóra Elfa Björnsson opnaði vefinn.
Opnunarteiti fór fram í verslun sem hét Draumarúm og var haldið kokteilboð í því tilefni.
Sigga Beinteins og fleiri að skoða nýja vefinn draumur.is
Margt var um manninn.
Rúmlega tveimur árum seinna eða 17. desember 2008 fékk hann góða útlitslega uppfærslu.
En síðan liðu mörg ár.
Það hafa orðið eigandaskipti og er Gyða farin út úr þessu og fékk Hjördís öflugan hugbúnaðarsérfræðing hann Sverrir Vilhjálmur Hermannsson til að koma nýrri og öflugarri vefsíðu í loftið. Nýja síðan leggur mesta áherslu að að leitarvélin sé góð fyrir draumatákn og hún komi vel út í síma.
Það er ósk mín að vefurinn nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á að fletta upp merkingu drauma sinna í "drauma leitarvélinni".
Leitarvélin er í stöðugri uppfærslu og bætum við nýjum draumatáknum við reglulega. Ef þú finnur ekki draumatáknið sem þú leitar af þætti okkur vænt um að fá póst á draumur@draumur.is og við gerum okkar besta að bæta því við.
Með von um ánægjulega framtíð saman.
Hjördís