Background picture of a dream catcher
Background picture of a dream catcher

Draumatákn drauma þinna

Leitaðu að merkingu drauma þinna

Finndu draumatáknið þitt

Veldu staf

Draumatákn drauma þinna

Hvað eru draumar?

Draumatákn drauma þinna

Hvað eru draumar?

hvaderudraumar photo

Höfundur: Þóra Elfa Björnsson

Sagt er að alla dreymi og það marga drauma sömu nóttina. Langflestir draumarnir gleymast og því virðist hugurinn ekki festa þá í langtímaminninu, þeir hverfa án þess að nokkuð sé eftir sem minnir á þá. Einstöku draumur virðist sterkari en aðrir og ef dreymandinn verður ekki fyrir truflun í svefnrofunum situr þessi draumur eftir um örskotsstund. Ef hann er hugleiddur og farið strax yfir atburðarásina má festa hann sér í minni en langbest er að hripa aðalatriðin á blað.

Draumar geta verið heillandi og gefið sterka þægileika- og öryggistilfinningu.

Stundum segir fólk þegar vel gengur: Þetta er eins og draumur.“

En draumar geta líka verið ógnvekjandi og þá er gott að hafa í huga að ljótur draumur getur stafað frá þungmeltum mat eða glápi á ofbeldisfullt myndefni.

Svo lengi sem sögur fara, hafa menn reynt að ráða framúr táknum drauma. Hver draumráðning er persónubundin og ekki er víst að merkingar táknanna séu þær sömu frá manni til manns. Margir leita að forsögn um framtíðina í flóknum draumtáknum, aðrir eru svo berdreymnir að þeir segja fyrir að morgni um viðburði dagsins.

Í viðtölum við sjómenn má iðulega lesa frásagnir af því hvernig draumar hafa haft áhrif á fiskisæld þeirra og einnig varað þá við aðsteðjandi hættum.

Hver þekkir ekki hvernig það er að sofna út frá þungum áhyggjum en dreyma síðan skíra og einfalda lausn á vandamálunum. Mörg dæmi hafa verið tekin af rithöfundum og hugvitsmönnum sem hafa verið að brjóta heilann um erfitt viðfangsefni undir svefninn en lausnin birst þeim í draumi. Slíkt er talið sanna að undirmeðvitundin sé að störfum í svefninum og fari þá sínar eigin leiðir við úrlausn vandans.

Draumar geta verið uppgjör við fortíðina, nokkurs konar sáttagjörð eða tilraun til að greiða úr djúpstæðum flækjum sem hafa áhrif á persónuleika dreymandans. Grunnurinn að vellíðan á fullorðinsárum er lagður í bernsku en ýmsar kenningar halda því fram að í viðbót við uppeldisáhrifin beri manneskjan í sér ýmsar leyndar hliðar sem eru bæði góðar eða vondar. Í þessari skyggðu tilveru getur ýmislegt leynst sem ekki hefur fengið að dafna en getur brotist út í draumum. Þetta geta verið atriði sem við eigum erfitt með að sætta okkur við hjá okkur sjálfum eða í hegðum og gjörðum annarra og þvælast ósjálfrátt fyrir, kannski sem fordómar, kannski sem bæling á persónuleikanum. Þessi atriði eiga það til að lita draumana og stýra þeim en með æfingu er hægt að ráða táknin. Þetta er sagt svipað og að lesa skaphöfn fólks út úr rithönd þess. Hver og einn ber sín sérkenni og þess vegna er mjög erfitt fyrir aðra en þá sem þekkja viðkomandi mjög vel að ráða slíka drauma.

Reynt hefur verið að skipta draumum í flokka eins og til dæmis ráðgefandi draumar, forspár eða aðvörunar draumar, tilvísandi og upplýsandi draumar. Það getur tekið langan tíma að læra að flokka draumana sína og það tekur líka tíma og þolinmæði að ná æfingu í að ráða þá.

author image

Þóra Elfa Björnsson

Deila þessari grein

Ad
300 x 250
Ad
300 x 250