Um vefinn

Höfundar vefsins eru Gyða Stefanía Halldórsdóttir og Hjördís Auðunsdóttir.
Vefurinn www.draumur.is fór í loftið þann 12. apríl 2006.

Það er ósk okkar að vefurinn nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á að fletta upp merkingu drauma sinna í "drauma leitarvélinni" okkar. Leitarvélin er í stöðugri uppfærslu og bætum við nýjum orðum reglulega. Fyrir utan leitarvélina er vefurinn einnig hugsaður sem miðstöð andlegra málefna þar sem að fólk getur nálgast helstu upplýsingar til að panta tíma hjá miðlum, spákonum, talnaspekingum, heilurum svo eitthvað sé nefnt. Eins erum við með skemmtilegar greinar á síðunni frá ýmsu fólki úr andlega heiminum. Spjallið á síðunni er öllum opið þar sem að hægt er að tjá sig um hin ýmsu málefni eins og skiptast á reynslusögum, taka þátt í andlegum umræðum og ræða um draumana sína.

Ef þú finnur ekki táknið sem þú leitar að í leitarvélinni, endilega sendu okkur póst á draumur@draumur.is.


Eigðu góða drauma,
Gyða og Hjördís