Verð ég grönn ef ég ímynda mér það

Verð ég grönn ef ég ímynda mér það?
Höfundur: Garðar Garðarsson PNLP

Ég hef kennst sjálfsdáleiðslu í yfir 17 ár og var eitt sinn að útskýra fyrir stórum hópi fólks hvernig hægt væri að nota ímyndunaraflið til að bæta minnið. Þegar leið á fyrirlesturinn tók ég eftir því að ein konan í hópnum var orðin frekar ókyrr í sætinu og var henni greinilega orðið heitt í hamsi yfir því sem ég var að segja. Skyndilega kallaði hún frammí fyrir mér og sagði að þetta væri algjört bull og vitleysa.
Hún sagði: "Ég hef aldrei getað munað andlit á fólki og ég get ekkert breytt því með því að ímynda mér einhverja vitleysu í huganum. Þetta er eins og að brjóta disk, setjast svo niður og ímynda sér hann heilann í smá tíma og opna svo augun og vona að hann sé heill. Hann er alveg jafn brotinn og fyrr. Þú breytir minninu ekkert með því að ímynda þér að það sé í lagi frekar en að laga diskinn."

Ég reyndi að útskýra fyrir henni að út frá samlíkingunni væri hún ekki bara að brjóta einn disk, heldur marga diska á hverjum degi. Þetta er ekki spurning um einn disk sem þú lagar eftir að hann er brotinn heldur að þú missir alltaf einn og einn disk á hverjum degi. Með því að ímynda þér að þú getir gengið inn í borðstofu og lagt diskinn á borðið án þess að brjóta hann þá fær undirmeðvitundin skilaboð um að bæta hæfni þína til að halda á diskum. Á sama hátt fær undirmeðvitundin skilaboð um að bæta minnið ef þú sérð sjálfan þig fyrir þér þar sem þú átt auðvelt með að muna andlit, tölur eða staðreyndir. Hún viðurkenndi það að lokum að upphaflega samlíking hennar ætti ekki alveg við. Þetta var ekki spurning um að laga diskinn eftir á heldur að koma í veg fyrir að hann brotnaði.

Ímynduð líkamsbeiting og raunveruleg líkamsbeiting nota sömu heilastöðvar til þess að læra nýja hluti.

Rannsóknir vísindamanna hjá MIT hafa leitt í ljós að í heilanum eru 40 megin stjórnstöðvar. Þetta fundu þeir út með svokallaðri Positron Emission Tomography (PET) skönnun þar sem fylgst er með hvað gerist í heilanum á meðan skjólstæðingurinn framkvæmir tiltekna hegðun. Með þessu móti er hægt að sjá hvaða heilastöðvar stjórna tiltekinni hegðun. Þetta hefur m.a. sýnst að þær heilastöðvar sem við virkjum mest til þess að tala eru ekki sömu stöðvar og við notum til þess að hlusta, sem þýðir að við getum talað við sjálf okkur í bókstaflegri merkingu.

Einnig kom í ljós að sú stöð sem sýndi mesta virkni þegar við veltum fyrir okkur að gera ákveðinn hlut er ekki sama stöðin og við notum þegar við framkvæmum hlutinn. Það kemur því ekki á óvart að við getum talað dögum saman um að gera eitthvað ákveðið án þess að læra nokkurn skapaðan hlut um hvernig við gerum það.

Það sem er kannski merkilegast við þessar rannsóknir er sú uppgötvun að ef við sjáum fyrir okkur eða ímyndum okkur að við séum að gera einhvern tiltekin hlut, þá notum við sömu heilastöðvar og þegar við framkvæmum það í raun og veru.

 

Þetta samræmist öðrum rannsóknum á sjónmyndunar aðferðum (visualization) þar sem stórum hópi fólks, sem allir voru jafnvígir í körfubolta, var skipt upp í þrjá minni hópa. Einn hópurinn gerði ekkert, einn hópurinn spilaði körfubolta og þriðji hópurinn sá fyrir sér í huganum að hann væri að spila körfubolta, þ.e. ímyndaði sér að hann væri að spila. Fyrsti hópurinn sýndi engar framfarir, hópurinn sem æfði og spilaði körfubolta bætti árangur sinn um 25% og þriðji hópurinn sem ímyndaði sér að hann væri að spila bætti árangur sinn um 50%.

Þetta þýðir að heilinn lærir og tileinkar sér nýja lærdóma betur í gegnum ímyndaða líkamsbeitingu heldur en í gegnum raunverulega líkamsbeitingu.

Aðrar rannsóknir benda til þess að meirihluti mannkynsins sé sjónrænn. Hugsun okkar er því meira eða minna myndræn og er ímyndun því mjög mikilvæg í myndun nýrra hugsanaferla. Ef þú sýnir undirmeðvitundinni reglulega myndir af sjálfum þér þar sem þú hefur nú þegar náð tilætluðu markmiði, þá gerir hún ekki greinarmun á því hvort þetta er raunveruleiki eða ímyndun. Hún byrjar að stýra hugsunum þínum, hegðunum og tilfinningum í samræmi við markmiðið. Hún raunbirtir þetta markmið í þínu lífi. Það sem þú sérð fyrir þér verður að veruleika.

Þegar við hugsum sama hlutinn nægilega oft þá verður það að vana. Sífelld stöðug endurtekning síast og greypist inn í undirvitundina og verður á endanum varanlegur partur af sjálfsímynd okkar og hegðun. Með því að sýna huganum hvað og hvernig þú ert eftir að þú ert búinn að ná markmiðinu þínu þá greypir þú minninguna, hugsanaferlið og hegðunina í undirmeðvitundina. Hugurinn gerir nákvæmlega það sem þú sýnir honum að gera ef þú gerir það nógu oft og reglulega.

Sem dæmi, rökrænt vita allir hvernig á að grenna og létta sig þ.e. að borða minna og hreyfa sig meira. En gamlir vanar og viðhorf koma í veg fyrir að viðkomandi geri það. Fólk skráir sig í líkamsrækt en mætir svo ekki. Það ákveður að taka sig á í einhverju, byrjar af krafti en fylgir því svo ekki eftir. Allt of oft dettur það í sama gamla farið. Það kannast allir við þetta hjá sjálfum sér eða þekkja einhvern sem hefur lent í þessu.

Geisladiskar til þess að virkja töframátt hugans

Hérlendis hafa verið gefnir út sjálfsdáleiðslu geisladiskar sem byggja á þessari tækni og hjálpa fólki að ná stjórn á slæmum ávönum s.s. reykingum og ofáti, minnka streitu, áhyggjur og kvíða, ná djúpri slökun o.s.frv. Aðferðirnar sem notaðar eru á diskunum eru stundum kallaðar ofurnám eða sefjunarfræði. Þær byggja m.a. á dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunraflsins.

Á diskunum hefur samvirkni tónlistar og slökunaræfinga ásamt sérstakri leiðsögnsjálfkrafa róandi áhrif á líkams- og hugarstarfssemina. Eftir að sefjunarástandi er náð er það dýpkað með fyrirmælum um slökun, myndrænum lýsingum og sérstakri beitingu ímyndunaraflsins.

Jákvæðar viðhorfsbreytingar koma oft strax við fyrstu hlustun og því oftar sem hlustað er því nær færist hlustandinn að markmiði sínu. Algengt er að viðhorfs- og atferlisbreytingar geti tekið allt að 21 dag að birtast sjálfkrafa í hegðun hlustandans.

Búðu þig undir lífstílsbreytingu sem byrjar innra með þér á meðan þú tekur sjálfan þig í meðferð. Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta á CD diskinn einu sinni á dag, þannig tryggir þú árangurinn.

Ef þú vilt vita meira um þessar aðferðir og CD diskana og sjá umsagnir þeirra sem hafa notað þá, kíktu þá í heimsókn á www.hugbrot.is

Sjálfsdáleiðslu geisladiskar
http://www.hugbrot.is/