Hvað er AURA SOMA?

Innsendar Greinar

Höfundur: Guðfinna Sverrisdóttir - AURO-SOMA ráðgjafi
Líf í lit ehf.
http://www.guffa.is


Innri vakning í gegnum liti – Hvað er AURA SOMA?
Jafnvægisflöskurnar eru hjarta Aura Soma kerfisins. (Aura/ljós – Soma/líkami)
Þeir endurlífga/snerta okkar innri vitund með stuðning lita sinna og innihalds sem eru lifandi orka plöntuheimsins (náttúrunnar)  gagnvart okkar andlega þætti og sjálfs vitund.
 

  • Aukinn orka
  • Gefur okkur meiri frið og sátt með okkur sjálf og aðra
  • Meta gjafir okkar og hæfileika meir en við gerum
  • Uppgötvun á nýjum “styrk” (andlegum tækjumog tólum) til að takast á við ýmsar ákvarðanir/tækifæri í lífinu – kjarkur
  • Upplifa meiri ást og umhyggju gagnvart okkur sjálfum og öðrum
  • Jafnvægisstillir okkur, nærir og endurlífgar orku okkar
  • Verðum meðvitaðri um okkur sjálf (innri vitund) og eflir okkar innsæisvitund.


Þegar við veljum okkar fjórar flöskur hjá sérfræðingi/ráðgjafa í Aura Soma, að þá endurspegla þær hver við erum á mjög djúpstæðum grundvelli. Val okkar á flöskunum getur sagt okkur svo ótrúlega margt um okkur sjálf og óuppgötvaður heimur opnast sem okkur áður var hulinn. Það er – hver við erum í raun og veru.
Hver er tilgangur okkar?
Hvernig við getum nýtt okkur hæfileika okkar og gjafir?
Hvar við erum stödd í hringrásinni – lífinu.
Hvernig getum við nýtt okkur áhrif litanna á okkar nánustu framtíð?

Flöskurnar innihalda lifandi orku plöntuheimsins, grunn olía, gimsteina og kristalla sem gera það að verkum að ára okkar og orkustöðvarnar ná betur að jafnvægisstilla sig og flæða óhindrað saman. Við verðum tengdari sálinni okkar.
Við erum sálin okkar ekki hugur.

Hvernig meðhöndla skal sálarflösku sína.

Skrúfið tappan af flöskunni og setjið miðfingur á stútinn og baugfingur og vísifingur styðja axlir flöskunnar. Hristið flöskuna varlega lárétt með vinstri hendinni til að tengjast hægra heilahvelinu (sem er talið virkara) Hristið þar til báðir helmingar hafa sameinast í einn lit. Látið örfá dropa í hægri lófan og nuddið mjúklega á líkaman. (ráðgjafinn gefur upp hvar er nauðsynlegast að bera olíuna á sig – eða þá að hver og einn finnur út hvar hann/hún vill bera olíuna á sig.

POMANDERS (ilmflöskur/ilmkjarnar)

Pomanders eru samtals 15 í dag og innihalda mismunandi lykt og liti til að vernda áru okkar og orkuhjúp og til að viðhalda jafnvægi okkar gagnvart ytra áreiti og færa okkur einnig aukna orku
Þær innhalda mismunandi tegundir af jurtum sem eru í dag 49 talsins og hafa allar mismunandi angan

Djúp rauður – kraftur, endur –hlaða (eins og við endurhöðum rafhlöður á ný)
Rautt – kraftur og eldmóður
Kórall – stuðningur (sérstaklega ef um tilfinningarsambönd eru að ræða)
Appelsínugulur – við áföllum
Gull – viska og gleði
Gulur – gleði og hlátur
Olivu grænn – opnar hjarta þitt og og einlægni – tjáning frá hjarta þínu
Emerald grænn  - rými og ákvörðunartaka
Túrkís – sköpun og sköpunargleði/gleði á öllum sviðum
Safír blár – friður og tjáning
Kónga blár – óendanlegir möguleikar
Fjólublár – friðsæll hugur/eining
Dökk blárauður (magenta) – hjálpa/þjónusta öðrum/mannkyninu
Bleikur – ást og vera sáttur við sjálfan sig/samþykkja okkur fyrir það sem við erum
Glært – skýrleiki og nýtt upphaf

Meðhöndlun:

Setjið þrjá dropa í vinstri lófann og nuddið höndunum mjúklega saman og verndið  áruna/orkuna að framan og að aftan og meðfram síðunum ca. 20 cm frá líkamanum. Dragið síðan djúpt inn andann þrisvar sinnum og andið ilmnumm ur lófum ykkar. Má notast eins oft og ykkar tilfinning segir til um.

Meistarakjarnar (Quintessences)– tengjast okkar æðra sjálfi
...........dansað við englana
Þessar flöskur eru einnig 15 talsins og innihalda mismunandi jurtir/plöntur sem hver um sig hefur mismunandi áhrif á tíðni okkar. Gott þegar við þörfnumst þess að komast í tengsl við okkar Æðri mátt t.d. með bæn eða hugleiðslu.

El Morya – trú og guðdómlegur stuðningur
Kutumi – vinna með englum og gyðjum/goðum
Lady Nada – skilyrðislaus ást
Hilarion – hinn dýpsti sannleikur/trú
Serapis Bey (glært)– hreinsar fortíða okkar og við náum betri tenglsum við núið
The Christ – andleg vakning
St. German – umbreyting
Pallas Athena – fegurð og sköpun
Orion and Angelica – upphaf/ný byrjun
Lady Portia – miskunn og engin dómharka
L. Tsu/K. Yin – ástríða og djúp innsæis vitund
Sanata Kumara – allir þeir möguleikar sem við erum og getum verið
Maha Chohan – innri leiðsögn
Djwal Khul – þjónusta frá hjartanu
Holy Grail – innri rödd (innri leiðsögn)

Meðhöndlun

Setjið 3 dropa  on vinstri úliðinn, nuddið úliðinum mjúklega saman og farið mjúklega með hendurnar meðfram árunni ca. 20 cm frá líkamanum. Ímyndið ykkur að þið séuð umvafin vængjum engils/englanna. Þannig er tilfinningin.
Andið síðan ca. 3svar sinnum lyktinni að ykkur með djúpum andardrætti. Má nota hvenær sem þörf er á.