Fréttir

Ný bók - Fyrirboðar, tákn og draumráðningar

Á degi hverjum reynum við að lesa út úr umhverfi okkar fyrirboða og tákn eða veltum fyrir okkur hvaða merkingu draumar fela í sér. Í þessari aðgengilegu uppflettibók er að finna skýringar á ótal fyrirbærum sem birtast okkur í daglegu lífi. Hér er fjallað um drauma og hjátrú og önnur óhefðbundin fræði á áhugaverðan og skemmtilegan hátt.


Símon Jón Jóhannsson hefur um árabil notið mikilla vinsælda sem höfundur aðgengilegra bóka um þjóðtrú Íslendinga. Hann hefur meðal annars sent frá sér Stóru hjátrúarbókina, Stóru draumaráðningabókina og Spádómabókina.  

Til baka