Smjör

Það er góðs viti að dreyma smjör. Að strokka smjör boðar upphefð og metorð þeim er það gerir. Að smyrja brauð með smjöri er fyrir barnaláni. Að kaupa smjör er fyrir arfi. Að borða smjör: efnaleg velgengni.