Skógur

Að ganga um fagran skóg er fyrir góðu. Að villast í skógi er fyrir tímabundnum erfiðleikum í fjármálum. Að höggva tré er merki um velgengni, nema trén séu ber og feyskin. Að ganga í gegnum þétt kjarr er fyrir breytingu á högum þínum og þá til hins betra.