Skip

Sjáirðu skip sigla í átt til þín er það heillamerki, en fyrir einhverjum skaða eða leiðindum verðurðu ef það siglir burt frá þér. Að sjá skip drekkhlaðið varningi eða fiski er fyrir happi í fjármálum. Að sigla á skipi í blíðviðri og meðbyr er afar gott tákn, en ef sjógangur er og illviðri er það bending um að þú búir við öryggisleysi í fjármálum, sama er ef þér þykir skip þitt strandað, þó er það öllu alvarlegra. Ef konu dreymir skip á siglingu getur það boðað að hún eignist sveinbarn.