Skegg

Ef karlmann dreymir að hann hafi mikið og ræktarlegt skegg er það honum fyrir mikilli velgengni, en ef honum þykir sem skegg sitt hafi verið klippt eða rakað af er það fyrir hörmulegu tjóni. Ef ógifta konu dreymir að henni hafi vaxið skegg, giftist hún fljótlega, en ef gifta konu dreymir slíkt er það henni fyrir illu umtali og leiðindum. Að dreyma skegg sitt blautt eða bleyta það í sjó boðar hrakninga og erfiðleika. Grátt skegg er fyrir áhyggjum og að toga í skegg einhvers er fyrir svikum.