Finndu táknið þitt í stafrófinu eða sláðu það inn í leitarvélina
Skautar
Að renna sér á skautum hefur góða merkingu sem er langvarandi. Ekki er samt gott að meiða sig á skautum. Einnig getur skautahlaup merkt að þú sért of kærulaus í umgengni við aðra. Tilfinningar þínar séu fjarlægar og óraunhæfar. Draumur þar sem skautamaður fellur í vök er bein aðvörun um yfirvofandi hættu.