Barn

"Að heyra barnshlátur í draumi táknar að viðkomandi á trygga vini. Að sjá grátandi barn boðar mótlæti. Flestir draumar þar sem börn koma við sögu þykja ekki fyrir góðu, sbr.: ""Böl er ef barn dreymir, nema sveinbarn sé og sjálfur eigi.""
Þó er sagt að ef þig dreymir að þú leiðir barn við hönd þér muni eitthvað þér hjartfólgið málefni fá góðan byr.

Einnig að sjá mörg feit og pattaraleg börn að leik sé fyrir gleðilegum fréttum. Mögur og vansæl börn eru fyrir áhyggjum og erfiðleikum.
Að burðast með barn í draumi og vera illa við það er fyrir erfiðleikum. Ef barnið stækkar mun þér vaxa í augum það sem er að angra þig. Og ef þú kemst með barnið á leiðarenda muntu sigrast á erfiðleikunum.

Að eignast tvíbura í draumi er fyrir tvöföldum erfiðleikum."