Skáld

Dreymi þig að þú sért skáld muntu uppgötva slíka hæfileika hjá sjálfum þér. Dreymi þig að frægt skáld heimsæki þig er það fyrir barnaláni og velgengni. Ef skáld dreymir um viðtökur bókar sinnar, verða viðtökur gagnstæðar í vöku. Ef þér finnst þú vera að reyna að yrkja, skaltu taka það sem viðvörun um eigin einstrengingshátt, þú mátt ekki aðeins treysta á eigin hugmyndir. Ef þig dreymir vísu og manst hana í svefnrofanum er um að gera að skrifa hana niður eins og skot, annars gleymist hún eins og hendi sé veifað.