Sjór

Úfinn og æstur sjór merkir hættur. Ef unga stúlku dreymir mikið brim og öldugang, mun unnusti hennar ekki reynast henni trúr og því verri verður hann sem sjórinn er gruggugri. Bjartur sjór með nokkrum öldum táknar bjarta framtíð. Ef öldurnar sleikja ströndina er það fyrir góðæri. Að sjá skip í stórsjó sigla tálmunarlaust áfram boðar góða vinnu.