Sáning

Dreymi þig að þú sért að sá skaltu endurskoða rækilega manngildi kunningja þinna, meðal þeirra finnast sumir sem eru afar lítils virði. Sumir segja að sáning sé fyrir einhverju verkefni sem þú munir vinna að og þurfir að kynna fyrir öðrum. Og þá er spurning hvort fræið fellur í grýtta eða frjósama jörð.