Saft

Dreymi þig að þú sért að búa til saft er vingjarnlegt fólk á næstu grösum. Að drekka saft, sérstaklega krækiberjasaft, veit á að aðstoð sem þú leitar eftir verður fúslega látin í té. Að bjóða öðrum saft: Þú verður beðinn um fjárhagsaðstoð og það af aðila sem þú átt alls ekki von á að sé í kröggum.