Rýtingur

Þú lendir í stælum og þrasi og verður undir í þeirri viðureign. Að sjá blóðugan rýting er fyrir voveiflegum tíðindum. Þyki þér rýtingur standa titrandi í borði eða einhverju slíku máttu búast við að eitthvað sem hefur alvarlegar afleiðingar dynji yfir á næstunni.