Rottur

Rottur í draumi tákna óþægindi, gætu verið af völdum einhvers sem þú treystir en er ekki traustsins verður. Rottur geta táknað þjófa eða mannorðsnagara. Oftast merkja rottur einhverskonar leynda óvild sem getur brotist fram í ýmsum myndum. Hvítar rottur eru fyrir hliðhollum aðilum. Að heyra rottu naga er bending til þín um að eyða ekki tímanum í lítilfjörlega hluti. Og ef þér finnst rottur vera í bóli þínu eru kjaftasögur á kreiki um þig.