Rósir

Fagrar, útsprungnar rósir boða hamingjuríka daga, velgengni og auðsæld. Þó þykir verra að dreyma slíkan draum að vetrarlagi. Að tína rósir er fyrir velgengni í ástum. Að skreyta híbýli sín eða annarra með rósum er fyrir því að þér verður boðið að taka þátt í skemmtilegu uppátæki. Villtar rósir eru fyrir vandræðum í tilfinningamálum. Tilbúnar rósir eru fyrir skammvinnri gleði.