Reikningur

Ef þú ert að reikna í draumi er álitið betra að vera að leggja saman eða margfalda en að draga frá eða deila. Og ef þú ert að nota reiknivél eða tölvu við útreikninginn, þykir það boða gott ef þú færð rétta útkomu við samlagningu. Sértu að leiðrétta reikningsskekkju er það bending um að þú eigir trúan vin sem óhætt er að leita ráða hjá. Svo eru það reikningar, sem þarf að greiða. Þyki þér sem þú borgir þá með góðu er það fyrir góðu en ef þú borgar ekki eða færist eitthvað undan því veit það á illt umtal sem mun skaða þig.