Reiði

Að vera reiður við einhvern í draumi er öruggt merki um að sá hinn sami er tryggasti vinur þinn. Ef einhver skammar þig er trúlegt að upp komi ófriður á heimilinu og má taka þetta sem ábendingu um að gæta tungu þinnar svo ekki hljótist leiðindi af. Að dreyma að maður reiðist ofsalega en geti haldið reiði sinni í skefjum er fyrir upphefð og álitsauka. En ef reiðin brýst út er það ekki góðs viti og getur bent til þess að þú byrgir inni óánægju í vökunni. Sumir ráða skapofsadrauma þannig að þá sé dreymandi að fá útrás sem hann fái ekki í vöku og séu þeir af hinu góða.