Auga

Að sjá falleg og skýr augu boðar góðar fréttir og vellíðan, en lokuð augu að makinn sé þér ótrúr. Ef þig dreymir að sjónin hafi daprast, mun þér verða á mikil yfirsjón. Finnist þér annað eða bæði augu horfin veit það á ástvinamissi en eftir öðrum táknum draumsins gæti það boðað óhreinskilni í samskiptum.