Át

Dreymi þig að þú sitjir veislu með vinum þínum, muntu hljóta viðurkenningu frá samfélaginu. Sértu í veislu meðal ókunnugra, getur það boðað ótryggð í hjónabandinu. Að dreyma sig sitja einan að áti táknar að ekki sé á aðra að treysta þegar á reynir. Að borða egg segja sumir að sé fyrir ógæfu, en aðrir fyrir barnsfæðingu. Sjá Græðgi.