Morð

Það er fyrir vandræðum og leiðindum ef þig dreymir að þú myrðir einhvern sem þú þekkir. Ef það er ókunnugur aðili muntu hrósa sigri í deilu. Aðrir segja að fremji maður morð í draumi sé það merki um mikla streytu og álag. Morð og æsingur í kvikmyndastíl getur bent til órólegra lifnaðarhátta, þú ættir að hægja á þér.