Maðkar

Ef þig dreymir að maðkar skríði um þig er það fyrir fátækt. Að sjá mikið af möðkum getur verið bending um að sumir vinir þínir séu þér ekki hollir og leitist beinlínis við að vinna þér tjón. Dreymi þig að þú sért að beita maðki er það viðvörun til þín um að láta ekki reka á reiðanum hvað vini þína og ykkar uppátæki varðar.