Lyf

EF þig dreymir að þú takir inn beiskt og bragðvont lyf er það fyrir erfiðleikum, þó ekki stórvægilegum. Ef þú gefur öðrum lyf er það fyrir góðu. Að dreyma lyf getur verið tákn um þá erfiðleika sem þú þarft að ganga í gegnum áður en þú hefur náð takmarki þínu.