Litir

Ekki ber öllum saman um hvað litir tákna í draumi, verður að líta á það sem hér er sagt sem almenna viðmiðun. Rauður litur þykir albestur og næstur honum kemur sá blái, sem táknar gott fjölskyldu- og heimilislíf. Brúnn eða mórauður er fyrir leiðindum og að sjá einhvern í mórauðum fötum er fyrir veikindum hans eða jafnvel feigð. Verstur þykir svarti liturinn, oft er hann talinn merki um holdlegar fýsnir en ekki hreina ást. Margir skærir litir eru tákn um vaxandi gengi. Oftast fer merking litanna eftir ýmsum öðrum táknum draumsins.