Leikur

Ef þú ert að leika þér að barnaleikföngum, áttu eftir að lenda í leiðinlegum deilum og þrasi. Og ef þú ert í boltaleik t.d. á fótboltavelli, muntu fljótlega lenda í miklum erfiðleikum, kannski sorgum. Að hlaupa um í léttum leik eða dansi er fyrir ábatasömum viðskiptum. En sé deyfð eða drungi yfir leiknum eða dansinum er það fyrir fjárhagserfiðleikum. Ef leikið er við margt fólk getur það boðað sundurlyndi og deilur.