Leikari

Þú skalt gæta þess að fyrirætlanir þínar fari ekki út um þúfur vegna kæruleysis þíns og fljótfærni. Ef dreymandinn er sjálfur að leika (og er ekki leikari) á sviði mun hann verða uppvís að svikum. Að gera hosur sínar grænar fyrir aðila úr leikarastétt: fánýti og tilfinningaleg uppgerð í samskiptum við annað fólk.