Lampi

Að halda á lampa með skæru ljósi er tákn um að þér muni vegna vel í lífinu og hljóta upphefð í starfsgrein þinni. Ef þú kveikir á lampa og ljósið er jafnt og bjart muntu vinna vel og af óeigingirni við eitthvað það verk, sem mun færa þér ríkulega gleði og gagn síðar. Mörg ljós geta verið fyrir samkomu eða mannfagnaði. Lampi með veiku og flöktandi ljósi er fyrir andstreymi og ef ljósið slökknar, getur það boðað feigð.