Kýr

Að dreyma beljur er fyrir velgengni og hamingju ef þær líta vel út. Að sjá feitar beljur á beit er fyrir gróða. Að mjólka kú er fyrir ábata eða góðri vinnu sem þér býðst. Kýr og kálfar, sérstaklega ef þér finnst þú eiga þau, eru fyrir því að vonir þínar í ákveðnu máli rætast.

Ef þær eru grannar, ljótar, elta þig eða ráðast á þig merkir það tjón. Ef þú sleppur frá þeim sigrast þú á eriðleikunum. En ná þær þér þarftu að leggja á þig mikið erfiði.