Koss

Ef einhver manneskja þér vinveitt kyssir þig í draumi, táknar það farsæld og heppni. Ef karlmann dreymir að hann kyssi stúlku sem öðrum er lofuð er það fyrir falsi og lævísi. Að kyssa á hönd einhverns er gæfumerki en fyrir hneisu að kyssa á fót einhvers. Finnist þér þú víkja undan kossi einhvers er það fyrir leiðindaatviki. Fólk sem kyssist í draumi gerir það ekki í vöku.