Kopar

Að gefa öðrum koparpening er fyrir góðu. Gefi einhver þér koparpening er það fyrir dálitlu mótlæti. Annars er kopar og koparhlutir yfirleitt fyrir heldur góðu. Að strá koparpeningum í kringum sig er fyrir því að þú tapir einhverju sem þér er sárt um.