Konungur

Að umgangast eða tala við konung eða þjóðhöfðingja, það er þér fyrir upphefð, jafnvel eftirsóknarverðri stöðuhækkun. Ef konungurinn er umkringdur af hirð sinni eða á einhvern hátt fjarlægur, máttu búast við að ýmsar hindranir verði á vegi þínum.