Klukka

Klukka sem gengur er fyrir velgengni og sjúklingum fyrir bata. Að sjá klukku stansa getur verið fyrir feigð, þinni eða annarra, eftir því sem lesa má úr öðrum táknum draumsins. Að kaupa klukku boðar smátjón. Að vera sífellt að fylgjast með tímanum í draumi er bending um of mikla smámunasemi, þú glatar góðum tækifærum af því þú ert ekki nægilega stórhuga.