Áflog

Að sjá konur í áflogum veit á öfund og illmælgi en karlar að slást boðar hryggð. Að sjá marga í áflogum er aðvörun til þín að gæta sjálfsvirðingarinnar, þú getur átt von á mannorðshnekki. Að vera sjálfur í áflogum bendir til sterkrar löngunar til að breyta um lífshætti og fer þá útkoman eftir öðrum táknum draumsins. Einnig er ekki sama við hvern er slegist, þá getur nafnið haft afgerandi merkingu.