Kjöt

Nýtt og fallegt kjöt er fyrir peningum. Að sjóða kjöt er fyrir óhamingju. Sumir telja að það sé fyrir eldgosi eða öðrum stórtíðindum að elda kjötsúpu í stórum potti en aðrir túlka það sem tákn um ávinning. Að skera niður kjöt handa gestum er fyrir metorðum. Margir telja hrátt kjöt boða ótrúmennsku makans.