Kjallari

Að vera í kjallara með matarbirgðum er fyrir giftingu, og séu þar einnig vínflöskur, sérstaklega ef þær eru gamlar, er það tákn um gott og farsælt heimilislíf. Margir mjölpokar eða hungang er fyrir góðum ellidögum eða góðum vinnustað. Vatn á kjallaragólfi er aðvörun um að fara varlega í skiptum við ókunnuga eða óvænt tilboð. Það er fyrir litlum efnum að ganga um tóman kjallara. Bergmál í kjallara er fyrir leiðinlegum fréttum af einhverjum í fjölskyldunni. Að vera lokaður inni í kjallara er ekki fyrir góðu og stundum geta draumar um kjallara boðað lasleika.