Kirkja

Ekki þykir fyrir góðu að ganga til kirkju í draumi og alls ekki ef að öðru leyti er dimmt yfir í draumnum. En að sjá kirkju, sérstaklega ef bjart er kringum hana er fyrir góðu. Vera staddur í stórri kirkju(dómkirkju) getur boðað arfsvon. Dreyma að einhver sofi í kirkju er fyrir láti hans. Biðjast fyrir í kirkju er fyrir mjög góðu.