Kerti

Margir segja að kerti sem slökknar á merki dauðsfall einhvers nákomins. Skær og hreinn kertalogi er mjög gott tákn, sumir segja að það boði góðar fréttir. Að blása á kerti á afmælistertu er fyrir góðu. Kerti sem illa logar á eða er með stuttum kveik er fyrir brostnum vonum.