Kennsla

Þú munt bráðlega þurfa á hjálp eða aðstoð að halda ef þig dreymir að verið sé að kenna þér. Ef þú ert að kenna öðrum(og ert ekki kennari), muntu fleyta vini þínum yfir erfiðan hjalla, en gættu samt að því að flækja þér ekki í of náinn kunningsskap. Ef þú ert ósammála kennara eða í hörku rifrildi við hann er það tákn um að þú munir þurfa að sanna sjálfstæði þitt og öryggi í samskiptum við aðra í afdrifaríku máli.