Kartöflur

Ef þig dreymir að þú sért að taka upp kartöflur og það er mikið undir hverju grasi er það fyrir ábata og gæfu. Ef uppskeran er engin eða skemmd er það fyrir tjóni. Að setja niður karteflur er fyrir góðum árangri á vinnustað. Að sjóða kartöflur er fyrir undarlegri, jafnvel ólöglegri iðju. Að borða hráar kartöflur er bending um að gæta tungu sinnar og vera ekki of forvitinn um hag annarra.