Járnbraut

Að ferðast með járnbraut er bending til þín um að þú getir ekki ferðast um þessar mundir, t.d. vegna fjölskylduástæðna. Að heyra í járnbrautarlest getur boðað flutninga eða aðrar breytingar á heimilishögum. Að vera í járnbraut sem fer út af sporinu táknar hreinlega það sama í vöku, þú breytir út af vananum á róttækan hátt.