Ís

Ísjakar tákna að þú verðir fyrir andstreymi án þess að geta beinlínis gert þér grein fyrir því af hvers völdum það er. Það gæti jafnvel verið sjálfum þér að kenna. Ís táknar oft tilfinningar. Ísmolar í glasi er ákveðin aðvörun til þín um að þú sért ekki í góðum félagsskap, veldu þér heppilegra fólk til að umgangast. Að vera á skautum á ís merkir að þú sért of hugsunarlaus og ákvarðanir þínar mjög óábyrgar. Að borða ís er bending til þín um að njóta þess sem dagarnir hafa upp á að bjóða, oft er gleði í því smávægilega. Stórt grýlukerti er fyrir mjög góðu, nema drjúpi af þeim, þá er þér vissara að fara þér hægt í fjármálunum á næstunni.