Áfengi

Að hafna áfengi er fyrir góðu. Mikil vínföng eða drykkjuskapur er fyrir rigningu. Ef dreymandinn er mjög drukkinn eða sólginn í vín í draumi er það honum fyrir því að hann hleypur á sig eða verður sér til skammar í margmenni. Að þamba úr flösku merkir ógæfulegt ástarsamband. Að drekka létt vín í hófi í draumi boðar þér velgengni í einhverju áhugamáli. Það gæti líka bent til ánægjulegs vinafagnaðar á næstunni.