Höfuð

Ef þér finnst þú hafa höfuðverk, skaltu taka málefni þín fastari tökum og treysta ekki um of á aðra. Að þvo höfuð sitt veit á að þú beitir lipurð og kænsku til að komast úr klípu. Ef aðrir eru að þvo þér um höfuðið er það fyrir tjóni eða vonbrigðum. Og að vera sköllóttur er fyrir peningaútlátum. Að hafa tvö höfuð er fyrir því að þú færð mikilsverðan stuðning við málefni þín.