Hundur

Ef þér þykir vænt um hunda eru þeir gott draumtákn. En þeir merkja aðvörun ef þú óttast þá í vöku. Varðhundur gæti verið tákn um að þú þarfnist umönnunar. Að sjá hunda í áflogum er fyrir deilum innan fjölskyldunnar. Ef hundur vill sleikja þig og sýna þér vinahót verðurðu aðnjótandi mikillar ánægju. Urrandi og geltandi hundar eru yfirleitt fyrir einhverju andstyggilegu, þó getur merking þess í sumum tilfellum verið þveröfug, þín bíður eitthvað gleðilegt, en þá tengjast önnur tákn til skýringar. Að leika sér við hund veit á að þú sýpur fljótlega seyðið af einhverju sem þú hefur gert.

Að sjá hvolp í draumi táknar frjósemi. Einnig er draumurinn að benda þér á að þú þarft að læra að gleyma eða fyrirgefa. Þú þarft að sleppa fortíðinni og horfa björtum augum til framtíðar.