Húð

Sé húð slétt og falleg er það fyrir friðsæld og gleði. Að dreyma dökkleita eða þrútna húð getur verið fyrir heldur vafasamri fyrirætlun, það getur einnig táknað tilfinningalega erfiðleika. Er eitthvað sem þú skammast þín fyrir? Eða óttastu að framkoma þín sé ekki sæmandi?