Hótel

Ef þig dreymir að þú búir á ríkmannlegu og íburðarmiklu hóteli muntu verða fyrir miklum vonbrigðum á næstunni, en ef hótelið er ósköp venjulegt eða jafnvel drungalegt máttu búast við velgengni. Til eru þeir sem segja að hótel í draumi sé tákn um einhvern í lífi þínu sem þig langar til að hafa gott af, einnig gæti það verið tákn um að aðrir vildu kaupa tíma þinn og vinnu. Hótel er erfitt tákn í draumi og þarf að skoðast í samhengi með öðrum táknum.