Hnetur

Að sjá hnetu detta úr tré eða velta eftir jörðinni er fyrir því að einhver kemur af stað kjaftasögu um þig. Að brjóta hnetur er fyrir heppni í fjármálum eða því sem þú ert að fást við þessa stundina. Að borða hnetur er fyrir góðu nema ormur eða skemmd sé í hnetunni, þá máttu búast við andstreymi.